Hvað er Bistro?

Bistro á uppruna sinn að rekja til Parísar og á yfirleitt við um lítinn veitingastað sem bíður upp á hóflega verðlagða máltíð með áherslu á smárétti.

Bistro veitingastaðir eru skilgreindir eftir þeim réttum sem þeir bjóða en hin upprunalega franska útgáfa hefur fjölbreyttan heimilismat eins og pottrétti og kássur á boðstólnum.

Allar heilsubökur innihalda okkar sérhönnuðu ostablöndu og tómatmauksósu. Bökurnar eru gerðar úr Vallanesbyggi og grófu spelti undir áhrifum indverska brauðsins chappathi.

Pizza er ítölsk og ítalskar skulu þær vera.

Pizza Margherita er af mörgum talin hin eina sanna pizza.

Sagan segir að þessi pizza hafi orðið til árið 1889 og var þá bökuð handa Margheritu drottningu Ítala. En pizza er mun eldri og kemur upprunalega frá Napolí. Telja margir að pizza hafi þróast frá hinu þekkta ítalska brauði focaccia enda skipta menn gjarnan pizzutímabilinu í tvennt a Ítalíu:AP (ante pizza) tímabilið þegar pizza var bara flatt brauð sem borðað var eins og hvert annað brauð með mat.

PP (post pizza) tímabilið þegar farið var að maka sósu úr tómötum á brauðið, strá osti yfirr og jafnvel einhverju bragðefni eins og t.d. pylsum og ansjósum.

Reikna má með að brauðið hafi verið mun þykkara en pizza í upphafi og verið þá líkari sfincione sem enn er vel þekkt á Sikiley.

Talið er að lengi framan af hafi pizza verið matur fátæka mannsins enda gátu gestir orðið sér úti um hveitilúku, tómata og ostbita.

Pizza var síðan bökuð á heitu grjóti eða í besta falli í steinofnum. Er þar komin skýring á því af hverju ekta pizza er svona þunn, hitinn kemur að mestu leyti að neðan.

Allir réttir af kolagrillinu eru bornir fram með salati ásamt frönskum kartöflum. Skiptu út frönskum fyrir sætar franskar kartöflur fyrir kr. 150-.

Öll okkar salöt eru borin fram með brauði, ólífuolíu og dukkah.

Tandoori

Tandoori er sívalur leirpottur sem kyntur er með viðarkolum og notaður til eldunar og baksturs.

Snakk

Snakk er smáréttur yrleitt borðaður milli mála.

Bættu við meðlæti (bls. 16) og úr verður full máltíð.

Allt okkar nachos er borið fram með salsa og toppað með okkar frábæru ostablöndu.